Vinnumarkaðurinn: Launþegahreyfingin á almennum vinnumarkaði

eftir Tryggvi Másson

 

Vinnumarkaðurinn er ágætt heiti. Í raun er það mjög lýsandi heiti. Markaður með vinnu. Líkt og aðrir markaðir mætast kaupandi og seljandi og komast að sameiginlegu verði um ákveðið magn af þjónustu, vinnu eða afköst. Í tilfelli vinnumarkaðarins er kaupandi þjónustunnar vinnuveitandinn og seljandi þjónustunnar launþeginn.

Í áranna rás og að fordæmi annarra landa hefur skapast ákveðin umgjörð utan um þennan markað. Það hefur gerst með svokölluðum kjarasamningum sem samtök launþega og samtök vinnuveitenda gera sín á milli með nokkurra ára millibili.

Kjarasamningar eru samningar milli þessa aðila um lágmarkskjör á vinnumarkaði. Með kjörum er ekki aðeins átt við upphæðina á launaseðlinum heldur einnig veikindarétt, orlofsrétt, ákvæði um aðbúnað á vinnustöðum, félagsgjöld í stéttarfélögum o.s.frv.

Skipta má vinnumarkaðnum í tvennt. Annars vegar er það almenni vinnumarkaðurinn og svo er það opinberi vinnumarkaðurinn. Í þessum og næstu pistlum ætla ég að gera tilraun til að ná utan vinnumarkaðinn í heild sinni í myndum og máli.

Að þessu sinni stóð til að taka fyrir almenna vinnumarkaðinn en vegna þess hversu umfangsmikil og flókin launþegahreyfingin er gafst aðeins tími til að teikna upp þessa mynd hér en ekki útskýra launþegahreyfinguna frekar í orðum. Það er efni í annan pistil.

Myndin hér að neðan útskýrir uppbyggingu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) auk hluta þeirra stéttarfélaga sem standa utan ASÍ og semja sjálf um sín kjör við Samtök atvinnulífsins.

Tryggvi Másson

Ritstjórn

Tryggvi er viðskiptafræðingur sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2016. Hann starfar sem sérfræðingur á Efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Tryggvi var hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands skólaárið 2015-2016 ásamt því að sitja í ráðinu og hefur áður setið í stjórn Vöku fls. Aðaláhugamál Tryggva eru félagsstörf, hagsmunabarátta og stjórnmál. Skrif hans í Rómi eru að mestu leyti tengd menntamálum og viðskipta- og efnahagsmálum.