Höfundar

Ágúst Ingi Guðnason

Pistlahöfundur

Ágúst Ingi er 5. árs læknanemi í Háskóla Íslands og starfar á geðsviði Landspítalans. Hann er varaformaður Hugúnar geðfræðslufélags og fyrrverandi gjaldkeri sama félags. Einnig hefur hann setið sem varamaður í stúdentaráði og fulltrúi nemenda í kennslunefnd heilbrigðisvísindasviðs. Áhugamál Ágústs Inga eru læknisfræði, taugavísindi og sagnfræði.

Albert Guðmundsson

Pistlahöfundur

Albert Guðmundsson er laganemi við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Albert starfar sem flugfreyja hjá Icelandair og er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur einnig setið í stjórn Vöku fls. og Stúdentaráði. Helstu áhugamál hans eru stjórnmál og lögfræði.

Alexander Freyr Einarsson

Pistlahöfundur

Alexander Freyr er MFin frá Massachusetts Institute of Technology og hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann býr í New York þar sem hann starfar í fjárfestingarbanka. Áður starfaði hann hjá Viðskiptablaðinu, auk þess sem hann skrifaði skýrsluna “Framtak við Endurreisn” ásamt Dr. Ásgeiri Jónssyni. Alexander er áhugamaður um fjármál, hagfræði, stjórnmál, knattspyrnu, ferðalög og góð rauðvín.

Arnór Bragi Elvarsson

Pistlahöfundur

Arnór Bragi er samgönguverkfræðingur með áhuga á sjálfakandi bifreiðum og innviðum.

Arnór hefur óþarflega mikinn áhuga á kaffigerð.

Ásgeir Friðrik Heimisson

Pistlahöfundur

Ásgeir Friðrik stundar meistaranám í hagfræði við University of Warwick í Bretlandi. Ásgeir Friðrik starfaði áður sem hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins, en hann útskrifaðist úr Háskóla Íslands vorið 2015 með BSc í hagfræði. Einnig sinnti hann stundakennslu í hagfræði við HR og HÍ þegar hann starfaði hjá Hagfræðistofnun HÍ. Þá var hann einnig ritstjóri Hjálma, tímarits hagfræðinema við HÍ.

Ásgrímur Hermannsson

Pistlahöfundur

Ásgrímur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál.

Bergþór Bergsson

Pistlahöfundur

Bergþór er laganemi við Kaupmannahafnarháskóla. Hann kemur frá Pétursey í Mýrdalshreppi og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Sjálfstæðisflokksins. Bergþór er áhugamaður um sögu, íslenskt samfélag í tímans rás, tísku, tónlist, kvikmyndir og matargerð.

Birkir Grétarsson

Pistlahöfundur

Birkir er Stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands. Hann er aðkomumaður í Reykjavík af Suðurlandinu. Birkir hefur gaman af fólki, ferðalöngum og diplómasíu. Samneyti fólks, sátt og samlyndi eru Birki ofarlega í huga en skrif hans fyrir Róm munu að mestu snúast um samfélagslegar vangaveltur líðandi stundar.

Birta Austmann Bjarnadóttir

Pistlahöfundur

Birta er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði og lögfræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í lögfræði frá sama skóla. Birta starfaði á viðskiptasviði Íbúðalánasjóðs samhliða námi en starfar núna hjá Þjóðskrá Íslands. Hún hefur setið í stjórnum Vöku fls. og stjórn Politica, félags stjórnmálafræðinema auk nefndarsetu í ráðum Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Háskólaþingi.

Bjarni Halldór Janusson

Stjórn & pistlahöfundur

Bjarni Halldór er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur nýlokið meistaranámi í stjórnmálaheimspeki við University of York í Bretlandi. Skrif hans hverju sinni munu beinast að helstu málefnum félags- og hugvísinda. Þá verða málefni líðandi stundar og hugmyndafræðilegar vangaveltur fyrst og fremst til umfjöllunar. Hann hefur lengi látið sig félagsmál varða, en þar ber helst að nefna varaþingmennsku á Alþingi og setu í Stúdentaráði HÍ.

Björn Már Ólafsson

Ritstjórn

Björn Már er lögfræðingur sem býr og starfar í Danmörku. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu/mbl.is og sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Meðal áhugamála hans eru úthaldsíþróttir og ítölsk knattspyrna.

Daníel Freyr Hjartarson

Stjórn & vefstjóri

Daníel Freyr er útskrifaður verkfræðingur af sviði stýri- og reglunartækni við tækniháskólann í Delft, Hollandi. Hann hefur einnig lokið B.Sc. gráðu í vélaverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Samhliða námi tók Daníel þátt í að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl með Team Spark. Daníel er áhugamaður um hjólreiðar, tölvur og tækni. Hann sér um öll tækni- og vefmál Róms.

Daníel Ingvarsson

Pistlahöfundur

Daníel rekur hugbúnaðarhúsið Bonsai og þróar þar vefforrit. Hann er með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Daníel hefur gaman af ferðalögum, tækni og fótbolta.

Egill Þór Jónsson

Pistlahöfundur

Egill Þór er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Egill var virkur í félagsstarfi víða áður en hann fór út í pólitík og var m.a. formaður Félags Sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi, formaður Vöku fls. árin 2015-2016 og formaður Norms, félags félagsfræðinema við Háskóla Íslands. Egill hefur áhuga stjórnmálum og nær öllum samfélagstengdum málum.

Elín Jónsdóttir

Pistlahöfundur

Elín Jónsdóttir er laganemi á 5. ári við Háskóla Íslands.

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Pistlahöfundur

Elín Margrét er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fréttamaður á Stöð 2. Hún starfaði áður sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu og ritstýrði Stúdentablaðinu skólaárið 2016-2017. Hún er einn stofnenda og fyrrverandi varaformaður ungmennaráðs UN Women á Íslandi og hefur einnig tekið þátt í starfi Vöku fls.

Elís Orri Guðbjartsson

Pistlahöfundur

Elís Orri er meistaranemi í alþjóðastjórnmálum við London School of Economics (LSE). Hann tók virkan þátt í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum, bæði f.h. Röskvu og Stúdentaráðs, ásamt því að sitja í stjórn ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks. Hann er nautnaseggur af bestu gerð og nýtur sín best í góðra vina hópi, sérstaklega með rauðvínsglas í hönd.

Elísabet Erlendsdóttir

Pistlahöfundur

Elísabet er með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólann í Reykjavík, fædd og uppalin á Egilsstöðum. Hún starfar á sviði Viðskiptalausna hjá Advania en hennar helstu áhugamál eru nýjungar í tækni- og nýsköpunargeiranum og jafnréttismál. Hún situr í stjórn Ungra athafnakvenna og gegndi embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík skólaárið 2015-2016.

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Pistlahöfundur

Elísabet Inga er laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands. Samhliða náminu starfar hún sem fréttamaður. Á fyrstu árum laganámsins sat hún sem formaður Vöku fls. og var einnig varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Erla María Tölgyes

Pistlahöfundur

Erla María er afbrotafræðingur með meistaragráðu frá Griffith háskóla og BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfar við rannsóknir á högum og líðan ungs fólks og innleiðingu rannsóknabyggðrar forvarnavinnu tengdri vímuefnaneyslu ungmenna víða um heim. Áður hefur hún starfað sem fangavörður, verkefnastjóri og aðstoðarmaður forstjóra og tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum. Helstu áhugamál Erlu eru jóga, vísindastörf og gott kaffi.

Erna Sigurðardóttir

Pistlahöfundur

Erna stundar meistaranám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Um þessar mundir er hún fulltrúi nemenda í Gæðaráði íslenskra háskóla. Hún var hagsmunafulltrúi HR-inga, sat í stjórn Stúdentafélagsins jafnhliða námsráði HR. Hún gegndi embætti formanns Lögréttu, félags laganema, skólaárið 2015-2016 auk þess sem hún átti sæti í hagsmunaráði laganema frá 2013-2016.

Esther Hallsdóttir

Pistlahöfundur

Esther er með B.A. gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og starfar hjá UNICEF á Íslandi. Hún er jafnframt ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda. Áður hefur hún setið í Stúdentaráði Háskóla Íslands og í stjórn Vöku fls. ásamt því að gegna formennsku í fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ.

Friðrik Þór Gunnarsson

Pistlahöfundur

Friðrik Þór er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann er víðförull og hefur búið bæði í Bandaríkjunum og London. Hann hefur tekið virkan þátt í starfi Vöku fls. og var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík frá 2017 til 2018.

Guðmundur Snæbjörnsson

Pistlahöfundur

Guðmundur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er fyrrum hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, og sat áður í stjórn Vöku fls.

Guðný Halldórsdóttir

Pistlahöfundur

Guðný er nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og hefur lögfræði sem aukagrein. Hún er búsett í New York en er alltaf með annan fótinn á Íslandi. Guðný er einn af stofnendum Hagsmunafélags kvenna í hagfræði og situr í stjórn félagsins. Helstu áhugamál hennar eru hagfræði, útivist og matargerð.

Gylfi Þór Sigurðsson

Pistlahöfundur

Gylfi Þór er hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands en starfar núna hjá tryggingarfélagi. Áhugamál hans eru félagsstörf, ferðalög og líkamsrækt.

Håkon Broder Lund

Ljósmyndari

Håkon er nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands. Helstu áhugamál hans eru ljósmyndun, kvikmyndagerð, skíðaiðkun og klifur. Skrif Håkons í Rómi beinast einna helst að ævintýrum hans í íslenskri náttúru og ferðalögum sínum um landið. Hann er einnig ljósmyndari og listrænn stjórnandi Róms. Rómur mælir með Instagram síðu Håkons að neðan.

Hallveig Ólafsdóttir

Pistlahöfundur

Hallveig Ólafsdóttir er hagfræðingur og stafar hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Samhliða námi starfaði hún sem vallarstarfsmaður á Laugardalsvelli og á greiningardeild Vinnumálastofnunar ásamt því að sitja í ritstjórn Studentablaðsins.

Hjalti Óskarsson

Pistlahöfundur

Hjalti er búsettur í Stokkhólmi og stundar meistaranám í hagfræði við Stokkhólmsháskóla. Áður útskrifaðist hann úr grunnnámi í hagfræði úr Háskóla Íslands og sat í ritstjórn Hjálma, tímarits hagfræðinema við HÍ. Helstu áhugamál hans eru hagfræði, stjórnmál, þungarokk, knattspyrna, vel bruggaður bjór og viskí.

Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir

Pistlahöfundur

Hólmfríður Rósa er nemi í lífefnafræði á ónæmisfræðisviði Kaupmannahafnarháskóla og leggur stund á rannsóknir á ónæmismeðferðum við krabbameinum. Áður lauk hún prófi í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Hólmfríður Rósa hefur meðal annars starfað við umönnun á hjúkrunarheimili, prófbúðakennslu í HÍ og danskennslu við JSB.

Hrafn H. Dungal

Pistlahöfundur

Hrafn er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands ásamt því að taka hluta náms síns úti í Króatíu. Samhliða því starfar hann við þinglýsingar og leyfatengd málefni hjá Sýslumannsembættinu á Höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur hann, í gegnum menntaskóla- og háskólagöngu sína, verið virkur í ungliðapólitíkinni, utan skóla sem og innan. Meðal áhugamála Hrafns eru stjórnmál, gítarspil og bjór í góðum félagsskap.

Inga María Hlíðar Thorsteinson

Pistlahöfundur

Inga María útskrifaðist úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands vorið 2016 og ljósmóðurfræði 2018. Hún hefur bæði starfað á Fæðingarvakt og Meðgöngu- og sængurlegudeild LSH eftir útskrift, auk þess að sinna heimaþjónustu ljósmæðra. Inga María var varaformaður Stúdentaráðs HÍ, formaður félags hjúkrunarfræðinema við HÍ og síðar hagsmunafulltrúi félagsins á námstíma sínum. Hún situr nú í velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir

Pistlahöfundur

Ingveldur Anna er meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún tók virkan þátt í stúdentapólitíkinni og sat m.a. sem forseti Vöku og var aðalfulltrúi sama félags í stúdentaráði. Ingveldur hefur einnig tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, situr sem varaformaður Ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallarsýslu og tók sæti á flokksins í kosningum til sveitastjórnar í Rangárþingi eystra. Skrif hennar snúa að stúdentum, pólitík, og málefnum líðandi stundar.

Ísak Einar Rúnarsson

Pistlahöfundur

Ísak starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Hann hefur áður starfað fyrir Háskóla Íslands, var formaður Stúdentaráðs og blaðamaður á Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu.

Janus Arn Guðmundsson

Pistlahöfundur

Janus Arn Guðmundsson er stjórnmálafræðingur og starfar við Háskóla Íslands við eflingu tengsla Háskólans við atvinnulífið, en hann hefur verið virkur frumkvöðull síðustu ár. Hann gegndi einnig embætti varaformanns Vöku fls. og situr nú í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Janus sat einnig í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar.

Jóhann Óli Eiðsson

Pistlahöfundur

Jóhann Óli starfar sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu samhliða laganámi og föðurhlutverki. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Úlfljóts og gjaldkeri stjórnar ELSA Íslands. Áhugamál Jóla eru hvers kyns íþróttir, tónlist, kvikmyndir og bækur.

Jón Birgir Eiríksson

Ristjórn

Jón Birgir er laganemi við Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin ár starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og situr í aðalstjórn Fylkis. Þá sat hann í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og er nú varamaður í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þar áður var hann formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Jón Birgir er einnig píanóleikari hljómsveitanna Bandmanna og Ljósfara.

Jónína Sigurðardóttir

Ritstjórn

Jónína Sigurðardóttir er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á áhættuhegðun og forvarnir fyrir börn og ungmenni. Hún starfar sem ráðgjafi á velferðarsviði hjá Reykjavíkurborg fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Jónína á 11 ára gamla dóttur og hefur mikinn áhuga á velferðarmálum.

Jórunn Pála Jónasdóttir

Pistlahöfundur

Jórunn Pála er lögfræðingur og búsett í Reykjavík. Hún sat áður sem formaður LÍS, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs formaður Vöku fls., og gjaldkeri Framtíðarinnar í Menntaskólanum í Reykjavík. Hennar helstu áhugamál eru hjólreiðar, fjallgöngur og ferðalög.

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

Pistlahöfundur

Katrín Ósk er stjórnmálafræðinemi í Háskóla Íslands og stúdent frá Flensborg. Hún hefur á síðustu árum gegnt þónokkrum félagsstörfum samhliða námi, hún var formaður nemendafélags Flensborgarskólans, keppandi, dómari og þjálfari í MORFÍs í allmörg ár, sat í stjórn Vöku, fulltrúi í Stúdentaráði HÍ og situr í stjórn SUS. Ásamt námi starfar hún hjá Sjóvá og einnig er hún varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Katrín Ósk hefur áhuga á ferðamannaiðnaðinum, útiveru, stjórnmálum og lagalegum álitaefnum.

Kolfinna Tómasdóttir

Pistlahöfundur

Kolfinna nemur lögfræði og Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands ásamt því að sitja í stjórn Ungra athafnakvenna. Samhliða náminu starfar hún sem fyrsti Alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs en síðustu ár hefur hún gegnt embætti alþjóðaritara Orators, forseta Norræna alþjóðaritararáðsins, endurvakið Íslandsdeild ELSA og gegnt þar formannsembætti ásamt því að sitja í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi.

Skrif Kolfinnu í Rómi snúa meðal annars að jafnréttismálum, alþjóðasamskiptum og álitaefnum í samfélagsumræðunni hverju sinni.

Kristinn Ingi Jónsson

Pistlahöfundur

Kristinn Ingi er laganemi við Háskóla Íslands og viðskiptablaðamaður á Fréttablaðinu. Skrif hans í Rómi beinast helst að stjórnmálum, viðskiptum, lögfræði og hagfræði.

Kristinn Svansson

Pistlahöfundur

Kristinn er laganemi við Háskóla Íslands og er stúdent úr Menntaskólanum við Sund. Hann starfar hjá Símanum í dag. Kristinn hefur mikinn áhuga á lögfræði, líkamsrækt, ferðalögum og góðum bjór. Skrif Kristins í Rómi beinast einna helst að lögfræði, sögu og málefnum líðandi stundar.

Kristófer Már Maronsson

Pistlahöfundur

Kristófer Már er tveggja barna faðir sem stundar nám við Hagfræðideild Háskóla Íslands og starfar samhliða við viðskiptaþróun hjá aha.is. Hann var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 2016-17 en var skólaárið 2015-16 framkvæmdastjóri Stúdentaráðs og formaður Ökonomiu, félags hagfræðinema við háskólann. Áður var hann markaðsstjóri nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Meðal áhugamála Kristófers Más eru knattspyrna, hagfræði og skák. Skrif hans í Rómi beinast einkum að hagfræði, fjármálum og hagsmunabaráttu ungs fólks.

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir

Pistlahöfundur

Lilja Hrund Ava er nemi á alþjóðabraut Verzlunarskóla Íslands og situr í stjórn NFVÍ sem ritstýra Verzlunarskólablaðsins. Hún er einnig formaður Ungmennaráðs Unicef á Íslandi og situr í stjórn Heimdalls. Skrif Lilju í Rómi beinast að málefnum flóttamanna, mannréttindum almennt og málefnum líðandi stundar.

Mikael Rafn Línberg Steingrímsson

Pistlahöfundur

Mikael Rafn er nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og er stúdent úr Menntaskólanum við Sund. Hann er formaður Viljans, félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ og er varaformaður lýðræðis- og manréttindanefndar Mosfellsbæjar. Mikael hefur áhuga á bandarískum íþróttum og atferlishagfræði. Skrif Mikaels í Rómi beinast helst að hagfræðilegum málefnum.

Oddur Þórðarson

Stjórn, ritstjórn og pistlahöfundur

Oddur er blaðamaður á Morgunblaðinu og nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur þar af lært eitt ár við University of Southampton á suðurströnd Englands og lætur sig því bresk stjórnmál mjög varða. Hann hefur tekið virkan þátt í pólitísku og menningarlegu starfi undanfarin ár og setið í alls kyns stjórnum, nefndum og ráðum síðan á grunnskólaaldri. Oddur hefur mestan áhuga á dægurmenningu Íslendinga, fólki og stöðum.

Páll Óli Ólason

Pistlahöfundur

Páll Óli útskrifaðist úr læknisfræði við Háskóla Íslands sumarið 2017 og lauk kandídatsári í júní 2018. Hann stundar sérnám í bráðalækningum við Landspítala. Hann tók virkan þátt í starfi Vöku fls. í Háskóla Íslands og sat meðal annars sem formaður sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs í Stúdentaráði. Páll Óli sat í Útsvarsliði Árborgar frá árinu 2008-2012. Skrif hans í Rómi snúa helst að heilbrigðismálum og lýðheilsu.

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson

Pistlahöfundur

Pétur Marteinn er laganemi við Háskóla Íslands og hefur starfað á Fasteignasölunni Borg og Lögmannsstofu Ingimars Ingimarssonar. Helstu áhugamál Péturs eru borðtennis og bókmenntir. Skrif hans í Rómi beinast einna helst að lögfræðilegum álitaefnum í samfélagsumræðunni og ljóðlist.

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir

Pistlahöfundur

Ragnheiður Björk er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í Munchen og lauk BSc í iðnaðarverkfræði frá HÍ. Hún vinnur nú að meistaraverkefni sínu um lokun virðisaukakeðju vöruframleiðanda og hefur reynslu úr iðnaðnum eftir að hafa unnið hjá McKinsey, Daimler Mercedes Benz Cars og BMW í Þýskalandi. Áður stýrði hún Formula Student liði HÍ við hönnun og smíði rafknúins kappakstursbíls. Skrif hennar í Rómi beinast að femíniskum viðhorfum og áhrifum hnattvæðingar og gróðurhúsaáhrifa á alþjóðasamfélagið.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Pistlahöfundur

Alda María er MS nemi í Þjónustustjórnun og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en hún er einnig með BS gráðu í sálfræði. Hennar helstu áhugamál eru heilbrigðismál, hagfræði, fólk, samfélagið í heild og eftirréttir.

Rebekka Rún Jóhannesdóttir

Pistlahöfundur

Rebekka Rún er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún gegndi embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík skólaárið 2016-2017 og var árið áður formaður nemendafélags tækni- og verkfræðinema í HR. Hún er stúdent úr Verzlunarskóla Íslands og starfar hjá Arion banka. Skrif Rebekku í Rómi beinast að málefnum líðandi stundar.

Ritstjórn

Ritstjórn

Ritstjórn Róms skipa Björn Már Ólafsson, Ísak Rúnarsson, Tryggvi Másson, Erla María Tölgyes, Jónína Sigurðardóttir og Oddur Þórðarson.

Sigríður María Egilsdóttir

Pistlahöfundur

Sigríður María er lögfræðingur með LL.M. í alþjóðlegri viðskiptalögfræði frá Stanford Háskóla og fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Helstu áhugamál hennar eru lögfræði, stjórnmál og ræðumennska. Skrif Sigríðar í Rómi snúast að miklu leyti um menntamál, lögfræði og málefni líðandi stundar.

Sigurður Helgi Birgisson

Pistlahöfundur

Sigurður Helgi er meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands og hefur gengt embætti formanns Landssambands ungmennafélaga, LUF, undanfarin ár. Þá er hann formaður stjórnar Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi. Sigurður sinnti áður starfi hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs. Helstu áhugamál hans eru lögfræði, stjórnmál og íþróttir. Skrif hans í Rómi beinast helst að stjórnmálum og viðskiptum ásamt málefnum líðandi stundar.

Sigurður Tómasson

Pistlahöfundur

Sigurður er hagfræðingur með M.Sc. úr Kaupmannahafnarháskóla og B.Sc. úr Háskóla Íslands. Sigurður starfar nú sem ráðgjafi í Danmörku en áður starfaði hann hjá Viðskiptaráði Íslands og viðskiptafréttadeild Morgunblaðsins. Skrif hans í Rómi beinast einna helst að hagfræðilegum málefnum.

Sindri Freyr Guðjónsson

Pistlahöfundur

Sindri Freyr er viðskiptafræðingur útskrifaður frá Háskóla Íslands og starfar á auglýsingastofunni H:N ásamt því að reka ferðaskrifstofuna eTravel. Hann sat í stjórn Vöku fls. í tvö ár og gaf út sína fyrstu plötu árið 2016. Þá er hann fyrrverandi formaður nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og sat einnig áður í stjórn Eyverja, ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

Snorri Sigurðsson

Pistlahöfundur

Snorri er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var gjaldkeri Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í stjórn Vöku, sat í Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands auk þess að vera varamaður Vöku í Stúdentaráði. Skrif Snorra í Rómi snúa aðallega að lögfræði og öðru henni tengdu.

Stefán Pálsson

Ljósmyndari

Stefán er annar tveggja ljósmyndara Róms en hann starfar fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Helstu áhugamál eru útivera, ljósmyndun, hjólreiðar, skíði, ferðalög og auðvitað farsímar. Þá hefur hann keppt fyrir Íslands hönd í fimleikum. Þar að auki er hann býsna víðförull en hann hefur komið til 36 landa. Stefán sem sannast sagna er býsna flinkur með linsuna hefur m.a. tekið myndir fyrir matreiðslubækur, Icelandair og Iceland Review.

Steinar Ingi Kolbeins

Pistlahöfundur

Steinar Ingi er nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Hann hefur á undanförnum árum gegnt ýmsum félagsstörfum samhliða námi. Hann var formaður nemendafélagsins í Menntaskólanum við Sund, sat í stjórn Heimdallar á árunum 2015-2018 og var í stjórn Vöku fls. árið 2017-2018. Almennar vangaveltur um hin ýmsu málefni samtímans eru meðal efnistaka Steinars í skrifum hans í Rómi.

Tryggvi Másson

Ritstjórn

Tryggvi er viðskiptafræðingur sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2016. Hann starfar sem sérfræðingur á Efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Tryggvi var hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands skólaárið 2015-2016 ásamt því að sitja í ráðinu og hefur áður setið í stjórn Vöku fls. Aðaláhugamál Tryggva eru félagsstörf, hagsmunabarátta og stjórnmál. Skrif hans í Rómi eru að mestu leyti tengd menntamálum og viðskipta- og efnahagsmálum.

Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir

Pistlahöfundur

Vinga er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid og Bs gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands/University of Wyoming. Hún starfar í dag sem markaðsstjóri hjá bandaríska hátæknifyrirtækinu NetApp. Áður hafði hún að mestu fengist við markaðsmál, almannatengsl og vörumerkjastjórnun ásamt því að koma að fyrirtækjarekstri og frumkvöðlastarfsemi.

Þengill Björnsson

Pistlahöfundur

Þengill er nemi í tölvunar- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Á menntaskólaárum sínum stundaði hann skiptinám í Rússlandi. Þengill er virkur í nýsköpunarsamfélaginu. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í starfi Vöku fls. og situr nú í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Þórhallur Valur Benónýsson

Pistlahöfundur

Þórhallur Valur er laganemi við Háskóla Íslands. Hann hefur tekið virkan þátt í starfi ýmissa félaga t.d. Orator og NFVÍ auk þess að hafa verið varaformaður og oddviti Vöku fls. Þórhallur starfar hjá Verði tryggingum. Helstu áhugamál hans eru knattspyrna, tónlist og öll þau málefni líðandi stundar sem honum finnst sig varða. Skrif hans á Rómi munu snúast að hverju því sem honum finnst sig varða þá stundina.

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Pistlahöfundur

Þorsteinn Friðrik Halldórsson er hagfræðingur sem starfar sem blaðamaður. Hann hefur ritstýrt Hjálmum, tímariti hagfræðinema, setið í ritstjórn Stúdentablaðsins og situr nú í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Skrif Þorsteins í Rómi hafa oftar en ekki hagfræðilegan snertiflöt við stjórnmál.