Rómur var stofnaður hinn 14. febrúar 2016 en markmiðið með stofnun miðilsins var að búa til vettvang fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Fastir pistlahöfundar við stofnun voru 35 talsins. Stefna Róms er sú að hafa fagmennsku að leiðarljósi og leggja frjálslynd gildi til umræðunnar í vel rökstuddum greinum. Pistlahöfundar hafa frjálst efnisval og kunna skoðanir þeirra að stangast á.

Rómur er rekinn sem frjáls félagasamtök, fjármagnaður einungis af stofnendum miðilsins og ekki rekinn með hagnaði. Ritstjórn er ábyrgðaraðili fyrir útgefið efni.

Ritstjórn skipa:
Björn Már Ólafsson
Inga María Hlíðar Thorsteinson
Ísak Einar Rúnarsson
Jón Birgir Eiríksson
Tryggvi Másson

Auk ritstjórnar skipa stjórn félagsins þau Daníel Freyr Hjartarson, Erla María Tölgyes, Erna Sigurðardóttir, Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir, Janus Arn Guðmundsson, Jón Birgir Eiríksson, Sigurður Helgi Birgisson og Þengill Björnsson.