Óháðir þingmenn

eftir Tryggvi Másson

Á síðasta þingvetri sögðu tveir þingmenn sig úr Flokki fólksins og störfuðu um hríð utan þingflokka, áður en þeir gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins. Þeir eru langt frá því að vera einu þingmennirnir sem hafa starfað sem óháðir þingmenn en töluverðar hrókeringar milli þingflokka síðustu ár.

Eitt sinn óháðir

Nú sitja þrír þingmenn á Alþingi sem hafa starfað utan þingflokka, sem óháðir þingmenn:

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
2009-2011 – Vinstri hreyfingin grænt framboð
2011-2012 – Utan þingflokka
2012- – Framsóknarflokkurinn

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins
2017-2019 – Flokkur fólksins
2019 – Utan þingflokka
2019- – Miðflokkurinn

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins
2017-2019 – Flokkur fólksins
2019 – Utan þingflokka
2019- – Miðflokkurinn

Oftast óháður

Einn einstaklingur stendur upp úr þegar kemur að fjölda skipta sem hann hefur setið utan þingflokks, en það er Kristinn H. Gunnarsson. Á 18 ára þingferli sínum var hann þrisvar utan þingflokka.

1991-1998 – Alþýðubandalagið
1998-1998 – Utan þingflokka
1998-2007 – Framsóknarflokkurinn
2007 – Utan þingflokka
2007-2009 – Frjálslyndi flokkurinn
2009 – Utan þingflokka

________

Meðfylgjandi er skýringarmynd sem fer yfir söguna, allt til ársins 1978 og fylgir eftir þeim þingmönnum sem hafa verið óháðir þingmenn frá því ári. Flestar heimildir voru fengnar af vef Alþingis. Allar athugasemdir eru vel þegnar.

Tryggvi Másson

Ritstjórn

Tryggvi er viðskiptafræðingur sem útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2016. Hann starfar sem sérfræðingur á Efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Tryggvi var hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands skólaárið 2015-2016 ásamt því að sitja í ráðinu og hefur áður setið í stjórn Vöku fls. Aðaláhugamál Tryggva eru félagsstörf, hagsmunabarátta og stjórnmál. Skrif hans í Rómi eru að mestu leyti tengd menntamálum og viðskipta- og efnahagsmálum.