Ljósmynd vikunnar – Glymur að vori

eftir Stefán Pálsson

Hvalfjörðurinn er einstaklega fallegur, eftir að göngin komu hefur maður aðeins gleymt því hvað hann hefur upp á að bjóða. Nú þegar allt er að verða grænna er hins vegar tækifæri til að njóta fjarðarins. Það er ekki langt að fara, bara rétt út fyrir bæjarmörkin.

Innst í firðinum er botnsá og fossinn Glymur sem er einn hæsti foss landsins eða 198 metra hár. Erfitt er að sjá fossinn fyrr en komið er upp á útsýnisstað austan við fossinn en gangan þangað  tekur um 2 tíma fram og tilbaka. Gengið er í gegnum klett, yfir ánna og upp hlíðar meðfram himin háu björgunum.

Fjölbreytt og skemmtileg ganga sem hentar ungum sem öldnum.

1_Glymur(header)

2_Glymur

 

3_glymur

4_Glymur

5_Glymur

Ljósmyndir eftir Stefán Pálsson.

Stefán Pálsson

Ljósmyndari

Stefán er annar tveggja ljósmyndara Róms en hann starfar fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Helstu áhugamál eru útivera, ljósmyndun, hjólreiðar, skíði, ferðalög og auðvitað farsímar. Þá hefur hann keppt fyrir Íslands hönd í fimleikum. Þar að auki er hann býsna víðförull en hann hefur komið til 36 landa. Stefán sem sannast sagna er býsna flinkur með linsuna hefur m.a. tekið myndir fyrir matreiðslubækur, Icelandair og Iceland Review.