Grímuklædd um götur þramma,
bölbænir að fjöndum gjamma.
Klædd í svart og andlit hulin,
kylfur, kúbein með sér dulin.
Samkomur skemma, eignaspjöll fremja,
seint munu þau sig hemja.
Þau telja sig ekki glæpahóp vera,
né í hjarta sínu hatur bera.
Þau brjóta og bramla,
vilja boðun haturs hamla,
litla manninn langar að verja,
á andstæðinga hans skal herja.
Bardaga ekki einungis heyja,
því andstæðar skoðanir verða að deyja.
Markaðstorg frjálsra skoðana brenna
og hina einu réttu skoðun kenna.
Heimur nýr með ritskoðun skal herða
og tjáningarfrelsi allra manna skerða.
Kynþáttahyggju þau vilja á bak brjóta,
og fasíska þrjóta helst skjóta.
Uppgangi óblíðra hugmynda eyða
og margir láta sig afvegaleiða.
Syndlaust blóð mun jörðina væta,
er þau grímuklæddu reyna þjóðin’ að bæta en á endanum tæta.
Andfasísk þau telja sig vera
og enga hræsni í brjósti bera.
Frelsi og frjálslyndi í burtu skal skola,
og sjálfsmyndarpólitík menn verða að þola.
Andfasískir munu framtíðar fasistar heita,
er þeir ofríki beita og samfélagi umbreyta.