Katrín Ósk Ásgeirsdóttir

Stjórn & pistlahöfundur

Katrín Ósk er laganemi við Háskóla Íslands og stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þar var hún formaður nemendafélagsins, í MORFÍs í 4 ár og ræðumaður Íslands árið 2014. Katrín er í dag varaformaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í SV-kjördæmi. Þá er hún oddviti Vöku fls., og starfar í ferðaþjónustunni á Jökulsárlóni. Katrín Ósk hefur áhuga á ferðamannaiðnaðinum, útiveru og fjallgöngum, stjórnmálum og lagalegum álitaefnum.