Daníel Freyr Hjartarson

Stjórn & vefstjóri

Daníel Freyr er útskrifaður verkfræðingur af sviði stýri- og reglunartækni við tækniháskólann í Delft, Hollandi. Hann hefur einnig lokið B.Sc. gráðu í vélaverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Samhliða námi tók Daníel þátt í að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl með Team Spark. Daníel er áhugamaður um hjólreiðar, tölvur og tækni. Hann sér um öll tækni- og vefmál Róms.