Hrafn H. Dungal

Pistlahöfundur

Hrafn er meistaranemi við lagadeild Háskóla Íslands ásamt því að taka hluta náms síns úti í Króatíu. Samhliða því starfar hann við þinglýsingar og leyfatengd málefni hjá Sýslumannsembættinu á Höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur hann, í gegnum menntaskóla- og háskólagöngu sína, verið virkur í ungliðapólitíkinni, utan skóla sem og innan. Meðal áhugamála Hrafns eru stjórnmál, gítarspil og bjór í góðum félagsskap.