Erla María Tölgyes

Stjórn & ritstjórn

Erla María er afbrotafræðingur með meistaragráðu frá Griffith háskóla í Brisbane og BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Rannsóknum og greiningu við Háskólann í Reykjavík og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands samhliða vinnu. Helstu áhugamál Erlu Maríu eru jóga, vísindastörf og gott kaffi.