Erla María Tölgyes

Pistlahöfundur

Erla María er afbrotafræðingur með meistaragráðu frá Griffith háskóla og BSc gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfar við rannsóknir á högum og líðan ungs fólks og innleiðingu rannsóknabyggðrar forvarnavinnu tengdri vímuefnaneyslu ungmenna víða um heim. Áður hefur hún starfað sem fangavörður, verkefnastjóri og aðstoðarmaður forstjóra og tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum. Helstu áhugamál Erlu eru jóga, vísindastörf og gott kaffi.