Bjarni Halldór Janusson

Pistlahöfundur

Bjarni Halldór stundar nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Hann er áhugamaður um helstu samfélags- og menningamál manna. Skrif hans hverju sinni munu því beinast að málefnum félags- og hugvísinda. Þá verða málefni líðandi stundar og hugmyndafræðilegar vangaveltur fyrst og fremst til umfjöllunar. Hann hefur lengi látið sig félagsmál varða, en þar ber helst að nefna varaþingmennsku og setu í Stúdentaráði HÍ.