Eilífur Ragnar Grímsson

eftir Ritstjórn

Það er ljóst að stjórnarskrárbreytinga er þörf.

Lýðræðið virkar ekki nægilega vel. Ónefndir aðilar bjóða sig fram aftur og aftur og þjóðin vill það ekki! Það er kominn tími til að þessir aðilar (eða aðili) hætti að bjóða sig fram, það er ekki lýðræðislegt að bjóða sig svona oft fram.

Þetta er í raun skömmustulegt og Íslendingar mega skammast sín. Bara í þriðja heims ríkjum eru aðilar jafnlengi við völd. Einræðisherrar! Hann ætti að segja af sér, og ríkisstjórnin líka því þetta er ekki lýðræðislegt lengur.

Auðvitað má hver sem er bjóða sig fram. Það er eflaust skítt fyrir marga að forseti lýðveldisins Íslands hafi sagst ætla draga sig í hlé en ef hann hlýtur atkvæði meirihluta þjóðarinnar (í raun aðeins þeirra sem kjósa) er hann – enn einu sinni – lýðræðislega kjörinn forseti Íslands. Að setja forseta Íslands undir sama hatt og einræðisherra sem hrifsuðu völd til sín með hervaldi, á borð við Robert Mugabe, er fráleitt.

Fólk vill eignast þak yfir höfuðið

Og hvergi er komið inn á slíkt þingmálaskrá ríkistjórnarinnar sem var birt í gær. Með öðrum orðum þá virðist ríkisstjórnin ekki ætla að hjálpa ungu fólki að safna fyrir útborgun í fasteign fyrir kosningar. Það er vandinn sem blasir við ungu fólki sbr. greiningu greiningadeildar Arion banka um kaupmáttaraukningu ungs fólks. Það sem er á boðstóli ríkisstjórnarinnar eru annars vegar nokkur hryllileg húsnæðifrumvörp velferðarráðherra sem gagnast fyrst og fremst þeim sem eru nú þegar á húsnæðismarkaði. Hins vegar virðist eiga að leggja til einhverskonar framlengingu á úrræðinu varðandi úttekt á séreignasparnaði kaupenda íbúðarhúsnæðis sem er nú þegar til staðar. Ef stjórnvöld ætla að koma til móts við ungt fólk verða þau samt að horfast í augu við vandamálið.

Því er ljóst að lausnir á húsnæðivanda ungs fólks verða í brennidepli næstu kosningar. Þar sem þjóðarbúið hefur ekki staðið á betri fótum frá stríðslokum munu allir flokkar geta leyft sér að lofa gulli og grænum skógum til þeirra hópa sem verst mega sín. Lengi hefur legið fyrir að sá hópur er í dag ungt fólk og róttækar aðgerðir þurfa að eiga sér stað ef þessi hópur á að geta komið undir sig fótunum á næstu árum.

Húsnæðislausn Kristófers Más hefur fengið verðskuldaða athygli, ræddi hann hugmynd sína síðast á föstudag, í viðtali á Bylgjunni. Líkt og hann kom inn á í viðtalinu hafa nú þegar nokkrir stjórnmálamenn náð af honum tali. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær flokkar fari að keppast um mismunandi útfærslur á hugmyndinni, og þá er hætta á að óábyrgir stjórnmálaflokkar keyri úr hófi fram. Miklu nær væri að ganga strax til verks og innleiða hugmyndina eins og hún stendur nú.

Ritstjórn

Ritstjórn

Ritstjórn Róms skipa Björn Már Ólafsson, Ísak Rúnarsson, Tryggvi Másson, Erla María Tölgyes, Jónína Sigurðardóttir og Oddur Þórðarson.